144. löggjafarþing — 98. fundur,  29. apr. 2015.

framleiðsla, verðlagning og sala búvöru o.fl.

694. mál
[18:08]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Á þessu stigi máls ætla ég ekki að gera neinar athugasemdir við frumvarpið. Mig langar aðeins til þess að spyrja hæstv. ráðherra út í 3. gr. frumvarpsins, þar kemur fram að ráðherra er skylt að setja reglugerð þar sem mælt er fyrir með nánari hætti um það hvernig á að ráðstafa skertum og ónýttum beingreiðslum. Samkvæmt 3. gr. á meðal annars að koma fram hvaða opinberi aðili ráðstafi þeim. Þá langar mig til þess að spyrja hæstv. ráðherra: Hver er sá aðili sem hingað til hefur ráðstafað ónýttum beingreiðslum?