144. löggjafarþing — 98. fundur,  29. apr. 2015.

framleiðsla, verðlagning og sala búvöru o.fl.

694. mál
[18:09]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er svokölluð framkvæmdanefnd búvörulaga sem fjallar um þetta á hverjum tíma og þarf til þess staðfestingu ráðherra samkvæmt núgildandi búvörulögum. Með þessari grein er með betri hætti skýrð aðkoma ráðherra til þess að setja þá reglugerð sem menn geta síðan farið eftir. Þetta er meðal annars til þess að mæta þeim sjónarmiðum sem hafa komið fram í skýrslum Ríkisendurskoðunar.