144. löggjafarþing — 99. fundur,  30. apr. 2015.

upplýsingaleki frá Alþingi.

[10:31]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Ég má til með að standa upp undir þessum lið vegna fréttar í Morgunblaðinu í dag um að almannatengill, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins og upplýsingafulltrúi í Stjórnarráði Jóhönnu Sigurðardóttur, Einar Karl Haraldsson, hafi upplýst kröfuhafa íslensku bankanna um ýmsar upplýsingar úr stjórnsýslunni. Það kemur einnig fram í viðkomandi frétt að heimildir Einars Karls komu frá þingmönnum á Alþingi Íslendinga. Ef rétt reynist að aðilar og þingmenn sem hafa sett heiður sinn að veði gagnvart stjórnarskránni grafi undan hagsmunum íslensku þjóðarinnar, e.t.v. mestu hagsmunum hennar allra tíma, er mikilvægt, virðulegi forseti, að strax verði rannsakað hvort það eigi við rök að styðjast að þingmenn á Alþingi Íslendinga séu að grafa undan hagsmunum þjóðarinnar.