144. löggjafarþing — 99. fundur,  30. apr. 2015.

höfundalög.

700. mál
[12:22]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég verð að byrja á því að gera verulegar athugasemdir við það að öllum þessum málum hafi verið troðið saman. Þau eru eðlisólík og ég get alls ekki spurt hæstv. ráðherra um alla ólíku þættina sem kalla á svör. Ég vona því að ráðherra verði viðstaddur þegar þessar umræður eiga sér stað. Ég vil líka taka fram að ræðutími okkar er verulega skertur. Við fáum núna eingöngu 15 mínútur í staðinn fyrir 45 mínútur til að ræða um þessi ákaflega eðlisólíku mál. Ég mótmæli þessu hástöfum.

Nú á ég 18 sekúndur eftir og ætla að spyrja hæstv. ráðherra að einhverju einföldu, t.d. hvort það sé tekið á því að tómleikinn á Wikipediu sé ekki til staðar þegar kemur að því að fjalla um til dæmis Hallgrímskirkju. Á íslensku Wikipediu má ekki hafa ljósmynd af Hallgrímskirkju út af höfundaréttarlögum, en það má í ensku útgáfunni.