144. löggjafarþing — 99. fundur,  30. apr. 2015.

höfundalög.

700. mál
[12:33]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvað varðar þann tíma sem málið mun taka í meðförum þingsins er það auðvitað þingsins sjálfs að ákveða það, mitt er að leggja málið fram. Eftir að þessari umræðu lýkur fer það til allsherjar- og menntamálanefndar sem að sjálfsögðu mun taka þann tíma sem nefndin telur að hún þurfi til að glöggva sig á málinu og leggja það síðan fram til 2. umr. ef verða vill. Ef ekki vinnst tími til þess á þessu þingi tökum við málið upp á því næsta. Ég vil ekki hafa skoðun á því á hvaða hraða þingið á að vinna þetta, en ég hef lýst því yfir að ég geri mér grein fyrir því að hér er um flókin, viðamikil og mikilvæg mál að ræða.

Hvað varðar fjórða frumvarpið sem hv. þingmaður beinir til mín fyrirspurn um er það, eins og ég gat um í ræðu minni, í kostnaðarmati í fjármálaráðuneytinu. Það mat liggur ekki fyrir og því var það frumvarp ekki lagt fram.