144. löggjafarþing — 99. fundur,  30. apr. 2015.

höfundalög.

700. mál
[12:38]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka enn og aftur það sem hér hefur komið fram hvað varðar forræði málsins hjá þinginu, þingið tekur þann tíma sem það ætlar sér, alveg óháð því hvað mér finnst um þann tíma. Ráðherra hefur ekkert um það að segja hvernig þingið vinnur sína vinnu. Ég ítreka bara það sem ég hef sagt um eitt málanna þar sem uppi er ákveðin staða. Það breytir ekki forræði þingsins.

Síðan er spurningin: Hvers vegna ekki fyrr? Þetta er flókið mál, það hefur tekið tíma að vinna það. Þetta er hluti af stærri og meiri endurskoðun. Núna er málið tilbúið og þá kemur það hér fram, þó þannig að fjórða málið, sem hv. þm. Katrín Jakobsdóttir sagði að sneri að græjunum, verður hægt að leggja fram um leið og það kemur úr kostnaðarmati.