144. löggjafarþing — 99. fundur,  30. apr. 2015.

höfundalög.

700. mál
[12:51]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér er svo sem ekki alveg kunnugt um samningana sem hafa verið gerðir um þessi mál, en það að skella þrem málum saman í eitt styttir náttúrlega mjög umræðutímann. Umræðutíminn er ekki bara tilviljun til þess að tefja tímann eða eitthvað svoleiðis. Hann er til þess að fólk geti komið að öllum þeim atriðum sem því finnst skipta máli hverju sinni. Það er kannski heimskuleg hugdetta en ég velti fyrir mér hvort þá væri hægt að tala um öll málin í einu og hafa þrefaldan ræðutíma. Er það lausn á málinu?