144. löggjafarþing — 100. fundur,  4. maí 2015.

staðan í kjaradeilum.

[15:08]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Það var hv. þingmaður sem var að ljúka máli sínu sem stóð einmitt í þessum ræðustóli og krafðist þess að samið yrði við lækna um tugi prósenta í launahækkanir. Þá dugði lítið fyrir mig að koma hingað og benda á að meðaltekjur sérfræðilækna væru 1.350 þús. kr., vegna þess að hv. þingmaður krafðist þess að strax yrði gengið til samninga á grundvelli þeirra krafna sem þeir stilltu fram, annað væri algjörlega óþolandi. Það var ekki vandinn þá að ríkisstjórnin vildi standa fast við það sem í upphafi var boðið og láta reyna á það hversu lengi læknar mundu halda út í verkfalli. Vandinn var sá að við vorum að missa alla skurðstofur í landinu í lokun. Við hefðum nánast getað lokað Landspítalanum fyrir meiri háttar aðgerðum. Það var það sem við stóðum frammi fyrir þá.

Ég vísa því algjörlega til föðurhúsanna að ríkisstjórnin leggist gegn því að lægstu laun hækki. Við ætlum að halda áfram á þeirri braut sem var mörkuð í fyrra, (Forseti hringir.) þannig að kaupmáttur lægst launaða fólksins vaxi hraðast. Það var það sem gerðist í fyrra og við eigum að halda áfram á þeirri braut.