144. löggjafarþing — 100. fundur,  4. maí 2015.

verkefnisstjórn rammaáætlunar.

656. mál
[16:07]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Miðað við það sem hæstv. ráðherra sagði áðan þá heyri ég ekki annað en að hún sé andvíg breytingartillögum atvinnuveganefndar sem hér hafa verið lagðar fram. Ég mundi vilja að hún segði okkur það skýrt, vegna þess að ef meiri hluti þingsins ætlar að samþykkja þær tillögur sem koma þaðan er verið að taka ákvörðun um að sniðganga rammaáætlun. Þá er verið að taka ákvörðun um að sú niðurstaða sem verkefnisstjórn skilar af sér verði ekki notuð og eins ef verkefnisstjórn rammaáætlunar segir það beinlínis að ef t.d. Hagavatn verður samþykkt hér er búið að taka endanlega ákvörðun um að verkefnisstjórnin sé óþörf, vegna þess að hún er ekki búin að fullkanna þann kost.

Virðulegi forseti. Ég mundi vilja heyra að hæstv. ráðherra skæri úr um það hér hver afdrif þessarar (Forseti hringir.) hörmulegu tillögu atvinnuveganefndar verði, en hún mun ríða þessu verkefni að fullu.