144. löggjafarþing — 101. fundur,  4. maí 2015.

um fundarstjórn.

[17:27]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Hér var að ljúka dagskrárlið sem eru fyrirspurnir á fundi sem hæstv. forseti sleit áðan. Ég verð að segja að ég held að ég hafi bara aldrei séð það gerast að hv. þingmaður eigi orðastað við hæstv. ráðherra sem fer út úr þingsal áður en hann svarar hv. þingmanni í síðara svari undir slíkum lið. Var ráðherra að fara á fund? Var hann að fara að tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað? (Gripið fram í: Súkkulaðikakan.) Hann var að fara að fá sér köku, virðulegur forseti. Ég verð bara að segja að mér finnst þetta með algjörum ólíkindum. Ég bara spyr forseta hvort þetta geti talist til sóma í þinginu að dagskrárliðurinn sé hunsaður með þessum hætti af hæstv. forsætisráðherra.