144. löggjafarþing — 101. fundur,  4. maí 2015.

viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.

622. mál
[18:04]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Óskylt en skylt og þess vegna hljótum við að spyrja hæstv. ráðherra: Verða þessar heimildir sem hér er verið að veita nýttar? Eitt er að samþykkja valdheimildir fyrir Fjármálaeftirlitið en hefur það nýtt þær heimildir sem það hefur og hefur með einhverjum hætti verið stuðlað að því í yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins, sem ráðherra skipar, eða í öðru regluverki í kringum það að það nýti þær valdheimildir í eftirliti sem því eru fengnar af löggjafanum?