144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[17:23]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að spyrja hæstv. fjármálaráðherra hvort hann telji rétt að klára fyrst rannsókn á einkavæðingu bankanna, bæði í fyrra og seinna skiptið, þannig að við getum lært af því þegar kemur að einkavæðingu þeirra aftur núna. Finnst ráðherra það rétt, og ef ekki, þá hvers vegna ekki að fara fyrst í að rannsaka einkavæðingarnar fyrri og síðari?