144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[18:18]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég get bara svarað fyrir sjálfan mig. Eins og ég kom að í ræðu minni finnst mér margt í frumvarpinu ekki standa til bóta frá núverandi fyrirkomulagi. Ég leggst þó að sjálfsögðu ekki gegn því að málið fái þinglega meðferð og umræðu í þinginu og í nefndum. Ég er alltaf bjartsýnn á að mál geti tekið einhverjum breytingum þannig að þau batni og tel að öll umræða sé góð. En ég læt duga að tjá afstöðu mína í málinu og hef fært rök fyrir henni.