144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[19:18]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er annað sem hv. þingmaður talaði um í ræðu sinni. Hann talaði um ljótan leik þeirra sem gagnrýndu frumvarpið og taldi eitthvað þar að baki sem ekki væri fallegt. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann telji ekki að í raun sé það réttmæt gagnrýni að verið sé að færa meiri völd til ráðherra, ef hann ber saman 1. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem talað er um að ráðherra sé heimilt að selja að öllu leyti eða hluta eignarhluta að fenginni heimild í fjárlögum og að fenginni tillögu hjá Bankasýslunni. Í 8. gr. er talað um að ráðherra geti gert það að eigin frumkvæði, það þarf ekki að ræða sérstaklega í fjárlögum í þinginu eða hjá einhverjum millilið. Ég spyr hv. þingmann hvort honum finnist ekki skorta gegnsæi og millilið þarna í þessu viðkvæma máli.