144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[20:21]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er kannski akkúrat það sem gerðist og eins og ég ræddi áðan átti að slá stofnunina af um síðustu áramót þrátt fyrir að ekkert frumvarp væri komið fram um hana og aukinheldur var ekki einu sinni gert ráð fyrir fjárlagalið þegar búið var að ákveða að hafa hana starfandi fram á mitt ár. Þetta var vægast sagt klaufalegt, en menn sáu að sér og löguðu þetta. En það breytir því ekki að eftir stendur spurningin: Ef lögin öðlast gildi 1. janúar 2016, hvað verður um stofnunina frá miðju ári til áramóta? Hvernig verður meðferð þessara mála og hver verður tilvist stofnunarinnar það hálfa ár sem út af stendur því fjárheimildirnar ná vissulega bara fram á mitt ár?