144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[20:28]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt að ekki er augljós samstaða um þetta mál frekar en mörg önnur, eins og hér hefur komið fram. Hv. formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði að það væri allt í lagi að málið kæmi inn til þess að ræða það. Það væri hugsanlegt að breyta því í meðförum þingsins. Það er þá kannski það sem framsóknarmenn gera ráð fyrir.

Ég vil minna á að framsóknarmenn settu líka fyrirvara við virðisaukaskattinn, matarskattinn, en 1% dugði til. Ég vona svo sannarlega að þeir standi betur í fæturna varðandi þetta. Það eru samþykktir þeirra á landsþingi sem eru að baki, ég veit ekki alveg hvernig það var með matarskattinn. Ég vona svo sannarlega að þingmenn flokksins standi í fæturna hvað þetta varðar.

Ég held að málinu sé vísað til fjárlaganefndar vegna þess að meiri líkur eru taldar á því að það nái fram að ganga af hálfu framsóknarmanna í þeirri nefnd.