144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[22:39]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil fyrst segja um hagræðingu með niðurlagningu Bankasýslu, þá vil ég minna á að Fjármálaeftirlitið var fjársvelt þó að gríðarlegir hagsmunir væru í húfi. Stundum þarf að leggja fjármuni í að verja hagsmuni eins og þessa.

Varðandi ráðstöfun af söluandvirði, ef til kemur, ég er mjög fylgjandi því, og minn flokkur, að við förum í það að greiða niður skuldir ríkisins því að vaxtakostnaður ríkisins er gríðarlegur á ári hverju. En það verður að gæta að því að við erum líka mjög ósátt við hvernig núverandi ríkisstjórn hefur hagað sér í ríkisfjármálunum. Það þýðir því ekki að taka einn póst út, við þurfum að horfa á heildarmyndina. (Forseti hringir.) Ríkisstjórn sem hefur afsalað sér sköttum getur ekki ætlast til þess að við klöppum hátt þegar hún síðan notar eignir ríkisins til að greiða niður skuldir.