144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[22:44]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður taldi hér upp ýmis mál sem eru til þess fallin að hringja hjá okkur viðvörunarbjöllum. Það er verið að auka hið pólitíska vald yfir fjármálakerfinu sem hrundi eftir að sömu flokkar og nú eru við stjórn einkavæddu það fyrir rúmum tíu árum. Nú sjá ýmsir sér aftur leik á borði til að hagnast á þessu kerfi, sem við höfum heldur betur borið þungar byrðar af.

Við ræddum það fyrr í dag að verið er að hækka sektir vegna brota á ýmsum lögum sem varða fjármálamarkaðinn, en núverandi ríkisstjórn er ekki tilbúin til að setja inn sérstök ákvæði um vernd uppljóstrara. Og það er enn eitt (Forseti hringir.) púslið í þessu umtali. Ég held að við eigum að leggja allt okkar kapp á að stöðva þetta mál og fá (Forseti hringir.) Framsóknarflokkinn til að standa við stóru orðin.