144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[22:47]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég renndi aðeins yfir álit minni hlutans hvað þetta varðaði og þar var þessum áhyggjum einmitt lýst. En það virðist hafa breyst og nú í nafni hagræðingar, og í einhverjum tilfellum eiga sömu þingmenn hlut að máli. Það er ekki mitt að spyrja í þessu andsvari en mér finnst það áhugavert, þegar maður skoðar kostnaðarumsögnina, að gert er ráð fyrir 45 millj. kr. sparnaði. Þá er gaman að spyrja fyrrverandi fjármálaráðherra hvort hann telji það alvarlega sóun ríkisfjármuna að nýta einhverjar milljónir á ári í að tryggja armslengdarsjónarmið varðandi umsýslu í fjármálakerfi landsmanna.