144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[23:33]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Fyrir utan að taka undir lokaorð síðasta ræðumanns vildi ég leggja áherslu á það við forseta að það er algerlega óeðlilegt hvernig gerð er tillaga af hálfu hæstv. fjármálaráðherra um að vísa máli þessu til nefndar, það er vanvirðing við þingið. Það háttar svo til að hér er nefndarformaður á Alþingi sem lýst hefur sjónarmiðum um málið og þá bregður ráðherrann á að ætla að vísa málinu til allt annarrar nefndar en haft hefur málefni Bankasýslunnar til umfjöllunar í þinginu. Ég bið forseta að ræða þetta mál við ráðherra. Það gengur ekki að þannig sé komið fram að ef þingmenn hafi sjónarmið séu þeir sniðgengnir í vísan mála til nefndar. En hins vegar vildi ég nota tækifærið og inna hæstv. forseta eftir því hvort nú sé ekki lokið fundi, því að ég fæ ekki betur séð en við séum komin fram yfir klukkan hálf tólf og það er ekki færi á því innan tilsetts tíma að ljúka hér ræðu og (Forseti hringir.)