144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[23:41]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þar sem hæstv. forseti getur ekki sagt okkur það hvort fram haldið verði með þennan fund og hvort hv. þm. Steinunn Þóra Árnadóttir sem næst er á mælendaskrá eigi að taka hér til máls eður ei, vil ég a.m.k. leggja inn til hans ósk um að hæstv. fjármálaráðherra verði alla vega viðstaddur umræðuna í lok þessa fundar. Hann hefur ekki sést í nokkurn tíma það sem af er kvöldi og ég held að það sé alla vega lágmark að menn ljúki fundi með viðveru ráðherrans sem leggur þetta mál fram og er jafn umdeilt og raun ber vitni, ekki bara meðal stjórnarandstöðunnar heldur líka meðal stjórnarflokkanna. Mér finnst óþægilegt ef hæstv. ráðherra er ekki hér til þess að svara a.m.k. þeim áleitnu spurningum sem hafa komið fram.