144. löggjafarþing — 103. fundur,  11. maí 2015.

tollar og matvæli.

727. mál
[15:49]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil í stuttri athugasemd í umræðum um þessa fyrirspurn segja að það væri okkur öllum til mikilla bóta og framdráttar ef á kæmist gagnsætt og einfalt kerfi um það hvernig við beitum þeim stjórntækjum sem við höfum um búvöruframleiðslu og markaðssetningu á búvöru. Ég vil þá jafnframt við þessa umræðu benda hæstv. landbúnaðarráðherra á að skoða hvernig við munum beita þeim stjórntækjum í framtíðinni, sérstaklega með tilliti til þeirrar stöðu sem komin er upp á kjötmarkaði í skugga þeirra verkfalla sem nú standa yfir, hvernig við ætlum að standa að því að nota þau stjórntæki, sem eru þó í það minnsta óumdeild og við getum ráðið yfir, til að vinna úr þeirri stöðu.