144. löggjafarþing — 103. fundur,  11. maí 2015.

intersex.

731. mál
[16:07]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég ætla að þakka hv. þm. Björt Ólafsdóttur kærlega fyrir að taka upp málefni intersex-fólks. Það er staðreynd að þau málefni hafa ekki verið í hinni opinberu umræðu. Ég kem hér upp til að vekja athygli bæði heilbrigðisráðherra sem og fulltrúa okkar í Evrópuráðinu að Evrópuráðið eða millinefnd hjá Evrópuráðinu er um þessar mundir að skila af sér skýrslu um réttindamál intersex-fólks og þær aðgerðir sem ríki þurfa að grípa til til að það fólk búi við full mannréttindi.

Ég vil líka vekja athygli þingmanna á því að Malta hefur sett framsæknustu löggjöf veraldar til að vernda réttindi og mannhelgi intersex-fólks sem og transfólks og ég hvet þingmenn til að kynna sér þá löggjöf.