144. löggjafarþing — 103. fundur,  11. maí 2015.

intersex.

731. mál
[16:10]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Frú forseti. Intersex-hreyfingin á Íslandi og um allan heim kallar eftir að fá mannréttindi viðurkennd í lögum, mannréttindi fyrir ósjálfráða einstaklinga sem eru intersex og fyrir þá sem eru sjálfráða. Eins og komið hefur fram og hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson benti á er enginn af óræðu kyni hlynntur því, það kemur fram í yfirlýsingum intersex-samfélagsins, að gera skurðaðgerðir á ósjálfráða einstaklingum og úthluta barninu kyni með slíku gerræði, þau eru á móti slíku og þetta þarf að tryggja í lögum.

Líkt og hv. þm. Svandís Svavarsdóttir nefndi hefur hún hafið gerð frumvarps og að sjálfsögðu styðjum við það og vonum að sú uppfærsla á réttindum intersex-fólks komist sem fyrst í lög. Við eigum alveg að geta horft fram hjá því hver gerir þetta fyrst og svoleiðis leiðindapólitík á þingi, við þurfum að sameinast um að koma þessu í lög og uppfæra þau. Varðandi réttindi sjálfráða intersex-fólks (Forseti hringir.)(Forseti hringir.) … hjá lækni. (Forseti hringir.) Það eru alls konar vandamál til staðar.