144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

áherslumál ríkisstjórnarinnar.

[16:28]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Það er eftirtektarvert áhugaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart því að leita sameiginlegra leiða þverpólitískt til þess að finna lausn á þeim kjaradeilum sem nú eru við það að lama íslenskt samfélag, þrátt fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmála sínum um að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál.

Og til þess að tryggja fullkominn ófrið er sett hér á dagskrá rammaáætlun með breytingartillögum sem orðið hafa þess valdandi að 1.300 manns söfnuðust saman í Háskólabíó til þess að mótmæla þessum breytingum. Það voru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbburinn 4x4, Framtíðarlandið, Samút og Gætum garðsins. Þetta eru auðsjáanlega aðilar sem ekki (Forseti hringir.) skipta máli og ekki er það launafólk, þannig að spurningin er: Hverjum ætlar (Forseti hringir.) ríkisstjórnin að sýna þessa samstöðu?