144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

áherslumál ríkisstjórnarinnar.

[16:46]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég átta mig ekki á því hvað það á skylt við fundarstjórn forseta þegar hv. þm. Svandís Svavarsdóttir kemur hér upp og framlengir umræður um skoðanakannanir sem hafa birst undanfarnar vikur, en það er ljóst af þessum orðum að hv. þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru enn þá í sárum yfir því að hafa tapað síðustu kosningum. (Gripið fram í.) Úr því að hv. þm. Össur Skarphéðinsson situr í salnum og hér er verið að ræða um þingstörfin til framtíðar þá bið ég alla þingmenn að lesa bók hans Í slóð drekans. (ÖS: Nei, ekki Í slóð drekans.) Hvað heitir bókin þá, hv. þingmaður? (ÖS: Ár drekans.) Ár drekans, afsakið. (Gripið fram í.) Þar fer hv. þm. Össur Skarphéðinsson nákvæmlega yfir það hvernig Vinstri grænir seldu andstöðu sína við ESB gegn því að fá í gegn breytingu á 14 ára vinnu við rammaáætlun sem náðst hafði sátt um, en þá fóru Vinstri grænir af stað með það og keyrðu (Forseti hringir.) þá rammaáætlun í gegn sem nú er til umræðu og verður hér (Forseti hringir.) … Það er ekki nema von að hv. þingmaður og fyrrverandi (Forseti hringir.) utanríkisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, sé í sárum yfir því.