144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

áherslumál ríkisstjórnarinnar.

[16:53]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Hluti af ræðu hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur áðan var alveg hárréttur þegar hún ávarpaði forseta. [Hlátur í þingsal.] Hún fór alveg rétt með það þó að ýmislegt annað hafi komið dálítið bjagað út eins og nafnið á hinni ágætu bók og hver var utanríkisráðherra á síðasta kjörtímabili. (Gripið fram í.)

Hér er verið að ræða um hvaða mál er verið að setja á dagskrá. Það er ljóst að hin umdeilda rammaáætlun kemur á morgun. Ég vil segja, virðulegi forseti, að það sem ég kann um þau lög, en ég sat sem formaður iðnaðarnefndar þegar þau voru tekin í gegn, er að ferillinn eins og á að vinna slík mál til Alþingis, eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti, hefur ekki verið farinn, verkefnisstjórnarhóparnir og það allt saman. Það er sem sagt deiluefnið.

Mig langar að spyrja, af því formenn þingflokka stjórnarflokkanna eru báðir hér í sal og við erum að ræða hvaða mál eru á dagskrá: (Gripið fram í.) Geta þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sagt okkur þingmönnum hvenær samgönguáætlun fyrir næstu fjögur ár verður lögð fram og rædd? Eða þingsályktunartillaga sem sjávarútvegsráðherra á að koma með um skiptingu á svokölluðum (Forseti hringir.) litla potti sem er líka ákaflega mikilvægt að komi fram? Hvorugt þessara (Forseti hringir.) mála hefur verið lagt fram á Alþingi, hvað þá rætt. Hvenær koma þessi mál (Forseti hringir.) …?