144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

áherslumál ríkisstjórnarinnar.

[17:00]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Það hefur verið sagt að þingmenn minni hlutans hér á Alþingi noti þennan lið, um fundarstjórn forseta, til að röfla. Ég kem hér upp til þess að vekja athygli hæstv. forseta á því að við erum ekki að röfla. Við erum að láta í ljós óánægju okkar. Mig langar að reyna að vekja hæstv. forseta til umhugsunar um það hvort þessi óánægja og þessi leiðindi sem þingstörfin lenda í borgi sig. Er það þess virði að stefna þinghaldinu í þessi leiðindi? Er ekki mikilvægara að skoða aðrar leiðir?

Nú erum við í upphafi vikunnar. Við vitum vel að ef menn ætla að reyna að njörva í gegnum þingið, með breytingartillögu við þingsályktunartillögu, milli umræðna, að við förum í virkjunarkosti sem ekki hefur einu sinni verið fjallað (Forseti hringir.) um í verkefnisstjórn rammaáætlunar þá er það bara ávísun á leiðindi. Það er ávísun á sóun (Forseti hringir.) á tíma og sóun á hæfileikum. Eigum við ekki að setjast niður, finna aðrar leiðir?