144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

áherslumál ríkisstjórnarinnar.

[17:02]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að taka það fram að ég hef akkúrat ekkert út á fundarstjórn forseta að setja, en vil árétta að ég taldi rétt að við tækjum umræðu í þingsalnum en alls ekki undir þessum lið heldur þegar málið verður á dagskrá. Það er svolítið einkennileg nálgun líka ef við ætlum ekki að hleypa neinum málum hingað í þingsal sem við vitum að ágreiningur er um. Er það ekki hér sem við eigum að taka málin á dagskrá og ræða þau? Jafnframt lýsti ég því yfir að ég væri tilbúin að hlusta á hv. þingmenn hér og rök þeirra. Það hef ég gert undir þessum athyglisverða lið og mun halda því áfram. Ég er alveg tilbúin að taka fullt tillit til þeirra og velta þeim fyrir mér og skoða.