144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[18:00]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það stendur í i-lið 4. gr. núgildandi laga um Bankasýslu ríkisins að verkefni Bankasýslu ríkisins sé, með leyfi forseta:

„Að gera tillögur til fjármálaráðherra um hvort og hvenær tilteknir eignarhlutir í fjármálafyrirtækjum verða boðnir til sölu á almennum markaði með hliðsjón af markmiðum stofnunarinnar, sbr. 3. mgr. 1. gr., og í samræmi við gildandi lög og markmið um dreifða eignaraðild.“

Í fyrsta lagi hefur stjórnin yfirumsjón með öllu. Stjórnin er skipuð af ráðherra, forstjórinn er ráðinn af stjórn. Síðan þarf forstjórinn að gera tillögur til fjármálaráðherra um hvað eigi að gera. Ef fjármálaráðherra synjar eða fjármálaráðherra vill hafa hlutina öðruvísi, hver er þá staða Bankasýslunnar?