144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[18:13]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Já, nákvæmlega. Það er verið að fara í söluferli á ofboðslega miklum eignum ríkisins, 250–300 milljarða kr. eignum ríkisins í bönkum. Þá ætla menn að fara að söðla um úti í miðju fljóti og tapa þeirri sérþekkingu sem er í Bankasýslunni og færa þau verkefni inn í ráðuneytið. Það hljómar svolítið klikkað að ætla að fara inn í það ferli með nýjan mannskap, fara inn í það ferli að selja þessar gríðarlega miklu eignir með nýjan mannskap. Það finnst mér ekki góð stjórnsýsla.

Umræðan hefur verið góð og ég ráðlegg öllum að hlusta aftur á ræðu hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar og ræðu (Gripið fram í.) hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar í upphafi umræðunnar — og Árni Páll er að biðja um sína. Mér fannst þeir taka mjög vel saman hvert (Forseti hringir.) raunveruleg völd munu færast við það að einkavæða. (Forseti hringir.) Ég geld mikinn varhuga við því að söðla um í því mikilvæga ferli að selja eignir bankanna (Forseti hringir.)