144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[18:57]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Nú á að setja á stofn ráðgjafarnefnd og leggja niður valnefnd sem átti að koma með tillögur um skipun stjórna í fjármálafyrirtækjum. Nú er það ráðgjafarnefndin sem á að koma með tilnefningar í stjórn svo það er verið að stytta ferlið. Hvaða umboð hefur ráðgjafarnefndin að mati hv. þingmanns? Það er ekkert sem segir til um boðleiðir eða samskipti þarna á milli eða hvernig málum er háttað og óljóst um hæfniskröfur til ráðgjafarnefndarinnar, hvort þær séu veikari en þær sem gerðar eru til stjórnar Bankasýslunnar sem er sjálfstæð. Hvað þykir hv. þingmanni um trúverðugleika þessa ferlis yfir höfuð?