144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[14:10]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í þessu tilfelli hefði auðvitað verið eðlilegt af forseta að hafa samband við þingflokksformenn og þingmennina sem um ræðir. Það er þannig, í þeim störfum sem við gegnum hér, að maður getur ekki alltaf setið yfir tölvupóstinum og fylgst með honum. Það koma að jafnaði 15–20 tölvupóstar til manns á hverjum klukkutíma þannig að það er kannski dálítið erfitt að fylgjast með því og bregðast við því. Ég hefði talið eðlilegt, úr því að það átti að bregða út frá þingsköpum hér og fresta atkvæðagreiðslu og gera það ekki í upphafi þingfundar, að haft hefði verið samband við bæði flutningsmenn tillögunnar og þingflokksformenn símleiðis til að tryggja að samkomulag væri um að gera þetta á þennan hátt. Það var ekki, því miður, í þessu máli.