144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[14:27]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Ég kem hér upp til að tala um fundarstjórn forseta í mjög þröngri merkingu þess orðs. Það verður að segja skýrt undir hvaða lið fólk er að tala. Hv. þm. Jón Þór Ólafsson kom hér upp áðan til að tala um fundarstjórn forseta, ákveðna liði og gagnrýnisverða liði í störfum forseta við fundarstjórn. Svo komu aðrir þingmenn og töluðu undir þeim lið. Hæstv. forseti kaus að kalla þann lið atkvæðaskýringu. Það var ekki atkvæðaskýring. Þegar ég ætlaði að koma hér upp og gera grein fyrir atkvæði mínu þá var litið svo á af hálfu forseta að ég hefði gert það þegar. Ég var þá í umræðu um atkvæðagreiðsluna. Það verður að hafa þessa liði á hreinu. Það gengur ekki að hafa þetta óljóst.

Og fyrst við erum að tala um fundarstjórnina þá verður líka að segja að það átti að bera þessa tillögu upp í upphafi þingfundar, það segja þingsköp, þannig að það er kominn losarabragur hérna á þetta allt saman. Það er mjög alvarlegt mál.