144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[15:08]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég kem hingað eingöngu til að láta þess getið vegna orða hv. þm. Oddnýjar G. Harðardóttur um að fjármálaráðherra sé að velja sér þá nefnd sem sé honum hagstæðari að það vill þannig til að í hv. viðskiptanefnd sitja einnig þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á nákvæmlega sama hátt og í hv. fjárlaganefnd sitja þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins.