144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[15:55]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég verð eiginlega að biðla til forseta. Ég vona að hér hafi bara átt sér stað mistök, það séu mistök sem ráði þeim úrskurði sem forseti leggur fram. Úrskurðurinn stenst ekki skoðun, það er orðið nokkuð ljóst af þessum umræðum. Oft er það þannig að maður þekkir ekki allar hliðar máls og forseti væri maður að meiri ef hann viðurkenndi það ef það er málið.

Ef það er ekki þannig, ef það er eingöngu pólitík sem ræður, eru hlutirnir orðnir frekar alvarlegir. Þá skiptir ásýnd eða virðing þingsins hæstv. forseta ekki máli eða hvernig við störfum hérna, þá skiptir bara máli (Forseti hringir.) að hv. þm. Jón Gunnarsson fái inn fjóra virkjunarkosti í viðbót (Forseti hringir.) sem kemur ekkert þessari þingsályktunartillögu … ekki neitt.