144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:44]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. formaður atvinnuveganefndar hnýtti í verkefnisstjórn í sínu máli en telur meiri hluta atvinnuveganefndar vera þess umkominn að fara með faglegt mat á þeim virkjunarkostum sem hefur verið slengt hér inn á borð til okkar alþingismanna og við eigum að afgreiða og meta. Mikil gagnrýni hefur nú komið fram frá aðilum eins og Skipulagsstofnun sem kallar eftir rökstuðningi m.a. fyrir Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun.

Mig langar að heyra þennan rökstuðning hv. formanns atvinnuveganefndar og líka hvaða fyrirtæki bíða þess, stórfyrirtæki, stóru orkunotendurnir, að kaupa þá orku sem kæmi til með að koma úr öllum þessum virkjunum sem fara í svo faglegt ferli (Forseti hringir.) hjá hv. formanni atvinnuveganefndar og fá hér flýtimeðferð.