144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:50]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Frú forseti. Það er að skilja á hv. þm. Jóni Gunnarssyni að hann hafi tekið atvinnuveganefnd og breytt henni í verkefnisstjórn um rammaáætlun til þess að fara yfir það, eins og hv. þingmaður orðaði það, sem út af kynni að standa, það sem upp á vantaði. Er það réttur skilningur hjá mér? Ég vil spyrja hv. þingmann að því hvort það hafi verið uppleggið í vinnunni, að fara yfir það í nefndinni sem vantaði upp á í vinnu faghópanna og verkefnisstjórnarinnar.

Í framhaldi af þeirri spurningu langar mig að spyrja hv. þingmann: Hið faglega mat að baki tillögunni um að setja Hagavatnsvirkjun í nýtingu, er það eingöngu mat atvinnuveganefndar? Eða hvaða faglega mat liggur að baki þeirri tillögu?