144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[17:50]
Horfa

Brynjar Níelsson (S):

Hæstv. forseti. Mig grunaði það um leið og ég sá hv. þm. Össur Skarphéðinsson fara í ræðustólinn að hann mundi minnast enn einu sinni á fyrrverandi formann Lögmannafélagsins. Það er út af fyrir sig allt í lagi. Ég get alveg sagt það sama og ég sagði síðast þegar þetta mál var til umræðu, um nákvæmlega sama atriði, um lögmætið, hvort menn gætu komið með þessa breytingartillögu. Ég skal endurtaka það sem ég sagði þá: Um málsmeðferðarreglur á þinginu gilda þingskapalög. Í lögunum um rammann frá 48/2011 eru engin ákvæði um málsmeðferðarreglur á Alþingi. Það breytir því ekki að ef á að koma til framkvæmdar einhvern tímann, að farið hafi verið eftir þeim reglum sem hér eru, þær geta skipt máli á endanum, en varðandi meðferð þingsins á þessari tillögu gilda auðvitað þingskapalögin. (Forseti hringir.) Þess vegna er ég fullkomlega sammála forseta þingsins um niðurstöðu hans.