144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[17:54]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ánægjulegt er að vita að hæstv. forseti, Einar K. Guðfinnsson, ætlar að funda með þingflokksformönnum um þetta alvarlega mál og þó fyrr hefði verið. Það er bara skynsamlegt að bakka út úr einhverri stöðu sem er komin í óefni og tel ég að menn ættu nú að hugsa aðeins dýpra og skoða það í fullri alvöru að bakka með þetta mál yfir höfuð út úr þeim stutta tíma sem eftir er af þessu þingi og nýta þann tíma betur en að eyða honum í umræðu um þessi mál sem er svona gífurleg óánægja með úti í þjóðfélaginu og hér inni. Ég held að menn ættu bara að stoppa umræðuna núna, að minnsta kosti fram að þessum fundi, nota tímann og leggja höfuðið í bleyti og hugsa um hvað brennur á þjóðfélaginu í dag. Það brennur ekki á þjóðfélaginu að koma þessum virkjunarkostum í ferli með einhverri flýtimeðferð. Það brennur ekki á almenningi í landinu.