144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[17:55]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka forseta fyrir að hlutast til um að haldinn verði fundur með þingflokksformönnum, en tek undir það að ekki gengur að framsögumenn 1. og 2. minnihlutaálits þurfi að halda ræður sínar og framsögur hér áður en sá fundur hefur verið haldinn. Nú liggur það fyrir að fundurinn hefur verið boðaður klukkan hálfsjö og klukkan er að detta í sex og menn væru þá nýbúnir — hv. þm. Kristján Möller væri nýbúinn að halda ræðu sína og næði ekki að ljúka við andsvör áður en kæmi að því, ég held að það gangi ekki upp. Að öðru leyti vil ég þakka fyrir fundinn og vil líka velta upp þeirri spurningu hvort ekki sé rétt að kalla eftir lögfræðingum úr umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til að mæta á þann fund sem boðaður hefur verið.