144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[18:02]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það hlýtur alltaf að vera til góðs að ræða saman. Þrátt fyrir að úrskurður forseta sé endanlegur, eins og hv. þingmaður sagði, þá hefur ekki komið fram við hverja forseti ráðfærði sig. Því miður finnst mér þetta líta svolítið út eins og álitið hafi verið leitt að einhverri ákveðinni niðurstöðu sem hentar meiri hluta atvinnuveganefndar. Það eru mörg göt í þessu sem vert er að ræða — já, sem vert er að ræða. Skjalið er mjög götótt og ég vona að á fundinum hér á eftir verði það meðal annars rætt hvað fólk er ekki sátt við og telur að þurfi mun betri skýringar og lögstoðir undir en hér eru færðar fram. Það sem skiptir máli er að við komumst að einhverri álitlegri niðurstöðu um það, (Forseti hringir.) ekki endilega að við fellum okkur öll við hana á endanum, (Forseti hringir.) það er ekki endilega markmiðið heldur (Forseti hringir.) að hér séu færð fullkomin rök fyrir því sem við teljum ekki standast.