144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[18:06]
Horfa

Brynjar Níelsson (S):

Hæstv. forseti. Það er rétt að ég er sammála niðurstöðu forseta þingsins sem slíkri, en ég var ekki að segja að ég hefði haft sömu forsendur og hann. Ég segi bara: Einfaldleikinn er mjög góður í þessu. Ráðherra hefði getað komið með allar þessar virkjanir í þingsályktunartillögu. Ef hann getur það þá getum við gert hvaða breytingu sem er. Við getum auðvitað verið ósammála því að þetta sé skynsamlegt og við getum verið ósammála um allt, en þetta er niðurstaðan. Niðurstaða forsetans er þessi. Því sé ég ekkert því til fyrirstöðu, þar sem niðurstöðunni verður ekki breytt, að við tökum efnislega umræðu. Við þurfum ekki að ræða formið meira. Þetta er mjög einfalt.