144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[19:39]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Það fer væntanlega ekki fram hjá hæstv. forseta að það er brjálað ósætti um þetta mál og nú er komið í ljós að hæstv. umhverfisráðherra styður ekki einu sinni breytingartillögu meiri hluta atvinnuveganefndar, þannig að við eigum auðvitað að horfast í augu við raunveruleikann og hætta að eyða tíma í þessa vitleysu.

Ef menn ætla ekki að verða við þeirri hógværu og skynsamlegu beiðni þá vil ég leggja fram aðra beiðni. Hæstv. þáverandi utanríkisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, lagði bara fram tillögu um að Hvammsvirkjun yrði færð í nýtingarflokk og hann útskýrði af hverju hann gerði það, hann gerði það vegna þess að hann var að fara að leiðbeiningum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. Ég held að hann hefði alveg viljað leggja fram fleiri tillögur, Urriðafoss t.d., og virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár. Þær voru ekki lagðar fram. Ef við erum að ræða þær virkjanir, Urriðafoss, Skrokköldu, Hagavatn og þar fram eftir götunum, (Forseti hringir.) þá geri ég þá kröfu og mun gera það formlega, (Forseti hringir.) að ég fái til þess tvær (Forseti hringir.) umræður og það verði tekið til viðhlítandi meðferðar í þingnefnd.