144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[19:46]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Ég skil það vel að hv. þingmenn hér í salnum, allflestir, hræðist að fara í umræðuna og vinna í þessu máli, taka málefnalega umræðu. Þetta er ekki þingsályktunartillaga ráðherra, hvorki núverandi umhverfisráðherra né fyrrverandi. (Gripið fram í: Jú.) Nei, þessi tillaga er breytingartillaga frá atvinnuveganefnd. Þetta er (Gripið fram í.) breytingartillaga frá atvinnuveganefnd og hér eru niðurstöður 2. áfanga rammaáætlunar (Gripið fram í: Hvað er málið?) og þessir kostir eru allir þar, meira að segja Hagavatnsvirkjun. Þar er henni raðað niður og hún skorar hæst í þjóðhagslegu og byggðalegum áhrifum, 77 stig. Fyrrverandi umhverfisráðherra ætti nú að þekkja þessi mál sem með ofbeldi tók virkjunarkosti þar út, þar sem (Forseti hringir.) hæstv. fyrrverandi ráðherra var búin að koma í veg fyrir með ofbeldi (Forseti hringir.) að þeir virkjunarkostir færu í gang.