144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:13]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég fagna því að hæstv. umhverfisráðherra sé á leið hingað í salinn. Það er mjög truflandi að hlusta á hv. þm. Jón Gunnarsson tala eins og hann sé fulltrúi í ríkisstjórn Íslands og hæstv. umhverfisráðherra sé bara eins konar fylgihlutur, og hann gefur sér að þingmenn Framsóknarflokksins standi ekki með sínum ráðherra. Það verður engin vitleg umræða um málið fyrr en hún hefur komið hingað í salinn. Hæstv. ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem lagði þetta mál fram á sínum tíma sem umhverfisráðherra, var líka mjög ósáttur við æfingar formanns atvinnuveganefndar varðandi breytingartillögurnar. Mér finnst það algerlega ólíðandi fyrir framsóknarmenn að þingmaður Sjálfstæðisflokksins skilji hæstvirtan ráðherra þeirra svona eftir eina úti á víðavangi.