144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:22]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þar sem hæstv. umhverfisráðherra er komin í salinn finnur hún fyrir þeim mikla þrýstingi sem er frá hv. þingmönnum um að hún taki til máls, gleðji okkur með innkomu sinni og fræði okkur um skoðun sína í þessu stóra máli. Hún hefur tjáð sig í fjölmiðlum og við sem sitjum með hæstv. ráðherra á þingi vildum gjarnan að hún ræddi við samþingmenn sína. Ég er næst á mælendaskrá og er tilbúin að stíga til hliðar fyrir hæstv. umhverfisráðherra. Ég býð henni mitt pláss og held að það sé alveg tímabært að hún ræði við okkur þingmenn og tjái skoðanir sínar í þingsalnum. Ég veit að hún hefur miklar skoðanir á þessum málum. Hún er sverð og skjöldur íslenskrar náttúru svo nú er kominn tími fyrir hana til að sýna hvað í henni býr.