144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:15]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er sem sagt ekkert sem kemur fram í störfum nefndarinnar sem hrekur rök og fullyrðingar okkar helsta sérfræðings í þessum efnum, Ólafs Arnalds. Það er frekar hlustað á annan Arnalds í þessum efnum, Eyþór Arnalds, sem hefur mikinn áhuga á því að virkja þarna. Hann er stjórnarformaður þess fyrirtækis sem ætlar að gera það og hefur nýverið tekið við öðru hlutverki, að fara yfir rekstur RÚV fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Það er því meira hlustað innvígða í Sjálfstæðisflokknum en okkar helstu sérfræðinga þrátt fyrir að hv. þm. Jón Gunnarsson hafi haldið því fram í dag að farið hafi verið yfir það sem upp á vantaði af hálfu nefndarinnar. Það sem verkefnisstjórnin kláraði ekki tók atvinnuveganefnd að sér að klára. Það sést auðvitað á þessu öllu saman að málflutningur meiri hluta nefndarinnar heldur ekki vatni.