144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:33]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það gerist stundum þegar ég sem fjögurra barna móðir bið börnin um að taka til í herberginu sínu að ég verð leið á sjálfri mér af því að ég er búinn að segja það sama of oft. Mér líður dálítið þannig núna að ég sé alltaf að segja það sama. Og það sem ég er að segja núna er að það er ekkert skrýtið að þessi ríkisstjórn sé að glata tiltrú og fylgi, að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn niður undir 20% fylgi og Framsóknarflokkurinn sé kominn niður í eins stafs tölu þegar stöðumatið er eins og það er og endurspeglast í dagskrá þingsins í dag. Þetta er slíkt skilningsleysi á ástandinu í samfélaginu að það er bara með ólíkindum.

Að við skulum núna vera að ræða þetta mál er náttúrlega þyngra en tárum taki. Ég bið virðulegan forseta að íhuga það að afloknum þessum degi hér þegar búið verður að flytja hér fjórar, fimm ræður eða svo (Forseti hringir.) að við tökum þetta óhræsismál af dagskrá og menn fari nú að íhuga með hvaða hætti hægt sé að stilla þetta af og koma þessu í einhvern (Forseti hringir.) uppbyggilegan farveg og fara að ræða mál sem skipta máli.