144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:01]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er svolítið sérkennilegt þegar hv. þingmenn tala um bull úr ræðustól og flokka það sem bull það sem sagt hefur verið hér í dag og í kvöld um þetta mál. Ef menn ætla að vigta það hverjir bulla og hverjir bulla ekki þá er ég hrædd um að það sem stjórnarandstaðan hefur sagt hér í dag yrði talið gáfumannatal en að bullið hafi komið annars staðar frá, kannski úr hv. atvinnuveganefnd og frá meiri hluta hennar í formi þessarar ótrúlegu þingsályktunartillögu. Ég tel að fram hafi farið málefnaleg umræða í þeim þremur ræðum sem hér hafa verið fluttar í dag — þetta segi ég þó að ég eigi hlut að máli og eigi kannski ekki að vera dómari í því. En það hefur líka verið málefnaleg fundarstjórn hérna og það hefur ekkert veitt af henni.